„Þetta er risastór dagur“

Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambandsins, um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu í dag þar sem spekingar munu spá í leiki kvöldsins.

Leikar hefjast kl. 19 en hægt er að fylgjast með keppninni í glugganum hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert