„Viljum við taka þessa áhættu?“

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Verði því hafnað af hálfu Alþingis að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins með því að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara af löggjöfinni mun það ekki setja samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í uppnám. Þetta segir Jón Baldvin Hannibalsson, sem var utanríkisráðherra þegar samið var um aðild Íslands að EES-samningnum fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan, í umsögn til utanríkismálanefndar Alþingis um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt orkupakkans.

„Hins vegar verða að teljast verulegar líkur á því, að ótímabær lögleiðing orkupakka 3 og ófyrirséðar og óhagstæðar afleiðingar, öndverðar íslenskum þjóðarhagsmunum, muni grafa undan trausti á og efla andstöðu með þjóðinni við EES-samninginn, eins og reynslan sýnir frá Noregi. Þegar af þeirri ástæðu er óráðlegt að flana að fyrirhugaðri löggjöf nú,“ segir Jón Baldvin hins vegar. Öllum beri þannig saman um að löggjöf um tengingu íslensks raforkumarkaðar við þann evrópska muni hafa margvísleg áhrif hér á landi. Gefur hann lítið fyrir þá fyrirvara sem Guðlaugur Þór hefur kynnt vegna málsins.

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/RAX

„Löggjafanum ber skylda til að greina þessi „margvíslegu áhrif" út frá íslenskum þjóðarhagsmunum og hagsmunum neytenda, áður en lagt er upp í þessa óvissuferð. M.a. vegna þess að yfirgnæfandi líkur eru á því, að meintir fyrirvarar reynist haldlitlir vegna þessara „margvíslegu áhrifa". [...] Framsal valds til fjölþjóðlegra stofnana réttlætist jafnan af því, að það þjóni þjóðarhagsmunum betur en óbreytt ástand. Þessa þjóðhagslegu greiningu skortir gersamlega. Hún þarf að liggja fyrir, áður en lengra er haldið. Það er ekki nóg að vísa í fyrirvara, sem vafasamt er að haldi, þegar á reynir.“

Viðurkennt að verð til neytenda muni hækka

Jón Baldvin bendir á að meginreglur innri markaðar Evrópusambandsins snúa að grunnreglum fjórfrelsisins um jafnræði keppinauta á samkeppnismörkuðum. Ráðandi markaðshlutdeild ríkisfyrirtækja, eins og Landsvirkjunar, samrýmist ekki þeim reglum. Ríkisstyrkir í formi niðurgreiðslu orkuverðs, til að mynda vegna nýtingar orku til uppbyggingar grænmetisræktunar í gróðurhúsum, samrýmist ekki þessum reglum. Í greinargerð þingsályktunartillögunnar sé viðurkennt að verð til neytenda muni hækka við tengingu við orkumarkað Evrópusambandsins. Reynsla Norðmanna staðfesti það. Spyr Jón hvort það sé í samræmi við vilja neytenda. Öðru nafni kjósenda.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Hætt er við, að tilgreindir fyrirvarar ráðherra reynist haldlitlir, þegar á reynir. Því má slá föstu, að yfirlýsing núverandi framkvæmdastjóra orkumála ESB með ráðherra reynist skv. fyrri reynslu marklaus,“ segir Jón Baldvin og vísar þar í pólitíska yfirlýsingu Guðlaugs Þórs og Miguels Arias Canete, framkvæmdastjóra orkumála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, um að ákveðinn hluti þriðja orkupakkans eigi ekki við hér á landi. „Hefðbundin norsk löggjöf um virkjunarréttindi, hefur þegar verið dæmd ósamrýmanleg meginreglum varðandi samkeppni á innri markaðnum. Viljum við taka þessa áhættu?“

Höfnun setur ekki EES-samninginn í uppnám

„Þeir sem halda því fram, að fyrirhuguð löggjöf snúist aðallega um neytendavernd, þurfa að lesa sér betur til. Íslenskir neytendur búa við miklu lægra verð en neytendur á sameiginlega markaðnum og hafa meiri áhrif á verðlagninguna, sem sætir lýðræðislegum aga kjósenda. Hinn sameiginlegi orkumarkaður ESB er í kreppu. Margar þjóðir búa við orkuskort og eru öðrum háðar um orku. Í mörgum tilvikum er orkan fengin við mengandi bruna á jarðefnaeldsneyti. Þetta stenst ekki skuldbindingar ESB um aðgerðir gegn loftslagsvánni og um náttúruvernd. Við þessar kringumstæður er auðvelt að skilja áhuga fjárfesta á forræði yfir og viðskiptum með hreina og endurnýjanlega orku.“

Höfnun á lögleiðingu þriðja orkupakkans hér á landi muni alls ekki setja EES-samninginn í uppnám að sögn Jóns Baldvins. Svarið við því sé ótvírætt nei. „EES-samningurinn tryggir aðildarríkjunum óvéfengjanlegan rétt til að hafna innleiðingu löggjafar á tilteknu málasviði, ef hún á ekki við eða þjónar ekki hagsmunum viðkomandi ríkis. Fyrir þessu eru mörg fordæmi. Höfnun innleiðingar hefur ekki í för með sér nein viðurlög. Afleiðingin er sú, að málinu er vísað til sameiginlegu EES-nefndarinnar, þar sem samið er um málið. Þar með fást þeir einu fyrirvarar, sem öruggt hald er í. Þessi ótvíræði réttur aðildarríkja EES-samningsins til þess að hafna innleiðingu löggjafar út frá eigin þjóðarhagsmunum, án viðurlaga, var frá upphafi ein meginröksemdin fyrir því, að framsal valds skv. samningnum væri innan marka þess sem samrýmdist óbreyttri stjórnarskrá.“

Hætt við að stuðningur við EES fari þverrandi

Jón Baldvin segir að eftir atvikum megi semja um gagnkvæman markaðsaðgang. „En það kemur ekki til greina að semja um aðgang að markaði fyrir aðgang að auðlind. Þaðan af síður eigum við að taka þá áhættu, að þetta gerist „bakdyramegin", í krafti samkeppnisreglna innri markaðarins, án þess að íslenska þjóðin hafi tekið um það meðvitaða ákvörðun.“ Hann ítrekar að lokum áhyggjur sínar af því að samþykkt þriðja orkupakkans geti grafið undan stuðningi við EES-samninginn hér á landi:

AFP

„Stuðningur við EES-samninginn byggir að lokum á pólitískri afstöðu kjósenda í aðildarríkjunum. Ef hinn voldugi samningsaðili, Evrópusambandið, hættir að virða í reynd þetta grundvallaratriði EES-samningsins og krefst þess að EFTA-ríkin samþykki skilyrðislaust það sem að þeim er rétt, án tillits til eigin þjóðarhagsmuna, er hætt við að stuðningur við EES-samninginn fari þverrandi. Þar með getur EES-samningurinn, með öllum þeim ávinningi sem hann hefur tryggt Íslandi á undanförnum aldarfjórðungi, verið í uppnámi. Á því bera þá þeir einir ábyrgð, sem vilja þröngva þriðja orkupakkanum upp á þjóðina - með ófyrirséðum afleiðingum og í trássi við þjóðarviljann.“

mbl.is

Innlent »

Nokkrar gráður gætu lyft snjólínunni

07:00 Áfram verður gott veður í dag á Suður- og Vesturlandi. Það kólnar í veðri um helgina og kuldapollur kemur yfir landið á mánudag og þriðjudag. Hitastig gæti farið nálægt frostmarki með slyddu og gráma í fjöllum fyrir norðan í norðanáttinni sem fylgir. Hiti niður að frostmarki nær frá Tröllaskaga og að nyrstu Austfjörðum. Meira »

Bjarni Ármanns á tindi Everest

06:29 Bjarni Ármannsson er kominn í hóp þeirra Íslendinga sem hafa náð á topp hæsta fjalls heims, Everest, en hann náði því takmarki í morgun. Meira »

Stal áfengi en síminn varð eftir

05:59 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um þjófnað af hóteli í Austurbænum (hverfi 105) um eitt í nótt en þar hafði maður stolið áfengi og hrint afgreiðslustúlku í gólfið. Meira »

Einar Ben á Alþingi

05:33 Þriðju nóttina í röð ræða þingmenn Miðflokksins um þriðja orkupakkann og hefur umræðan farið víða. Á öðrum tímanum í nótt bað Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, menn um að halda sig við umræðuefnið og sleppa upplestri á kveðskap Einars Benediktssonar. Fundi var slitið klukkan 6:01. Meira »

Borgin vill hærri arðgreiðslur

05:30 Svigrúm Faxaflóahafna sf. er mikið til aukinna arðgreiðslna til eigenda. Þetta kemur fram í greinargerð Reykjavíkurborgar með ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018. Greinargerðin var kynnt á síðasta stjórnarfundi þess. Meira »

Samþykkt í útlöndum, hafnað hér

05:30 „Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu en ég átti sjálf að borga fyrir aðgerð á því hægra og það var vegna þess að ég hafði greinst með krabbamein í því.“ Meira »

Ríkið greiðir 1,2 milljarða fyrir hveri

05:30 Ríkinu ber að greiða fyrrverandi sameigendum sínum að hverasvæðinu Geysi í Haukadal um 1,2 milljarða króna, með vöxtum og verðbótum, samkvæmt yfirmati sem gert var á verðmæti eignarinnar. Meira »

Listaverk að seljast fyrir metverð

05:30 Það vakti athygli þegar skúlptúrinn „Kanína“ eftir Jeff Koons seldist á 11,3 milljarða króna 15. maí. Það var met fyrir verk eftir listamann á lífi. Meira »

80% félagsmanna ASÍ samþykktu

05:30 Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir í öllum aðildarfélögum Samiðnar nema Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði. Tæplega 73% þeirra sem þátt tóku samþykktu samningana. Meira »

Tillaga Andrúms vann

05:30 Andrúm arkitektar fengu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni sem haldin var um nýjan leikskóla á Seltjarnarnesi. Niðurstaðan var kynnt 17. maí við opnun sýningar á öllum innsendum tillögum en þær voru 27 talsins frá innlendum og erlendum arkitektum. Meira »

Snjókoma í kortunum um helgina

05:30 Útlit er fyrir norðanátt og slyddu, jafnvel snjókomu um norðaustanvert landið eftir helgi, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.   Meira »

Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma

Í gær, 23:52 Þriðja kvöldið í röð stefnir í að næturumræður fari fram á Alþingi um þriðja orkupakkann. Síðustu sólarhringa hafa nær eingöngu þingmenn Miðflokksins haldið ræður í síðari umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og þessa stundina eru eingöngu þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Meira »

Bílvelta í Hörgárdal

Í gær, 23:33 Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu í Hörgárdal í kvöld. Meira »

Hugsi yfir stöðu uppljóstrara

Í gær, 22:30 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur, segir umbjóðanda sinn nokkuð sáttan með úrskurð Persónuverndar og að hún sé reiðubúin að eyða upptökunum frá því á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kom fram í viðtali við lögmann Báru í tíufréttum á RÚV. Meira »

Borðtennis í blóðinu

Í gær, 22:15 Systkinin Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala, börn Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar, urðu samtals fimmfaldir Íslandsmeistarar í borðtennis á dögunum. Meira »

„Bjóða ódýrasta dropann sem er í boði“

Í gær, 21:59 Tvö ár verða á morgun frá því Costco hóf starfsemi á Íslandi. Hver hafa „Costco-áhrifin“ verið á hinn almenna neytanda síðan þá? mbl.is ræddi við einstaklinga sem gæta að hagsmunum neytenda og allir eru þeir sammála um að mestu muni um samkeppnina sem Costco veitir á eldsneytismarkaði. Meira »

Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

Í gær, 20:30 „Þetta gekk vonum framar. Við stefnum að því að þetta verði árlegur viðburður og Jane Goodall hefur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd. Landvernd stóð fyrir Dýradeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líffræðilegs fjölbreytileika. Meira »

Var farin að ímynda mér það versta

Í gær, 20:20 „Það ríkti aldrei nein óeining innan Hatara. Við vorum öll á sömu blaðsíðu, jafnvel þó ég hafi verið hrædd eftir þetta,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara. Greint var frá óeiningu eftir að Hatari veifaði palestínska fánanum á Eurovision en Sólbjört segir það af og frá. Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun, kúgun og blekkingu

Í gær, 19:50 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um 20 mánaða tíma­bili villt á sér heim­ild­ir í sam­skipt­um við konu á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat, fengið hana hana til að senda sér nekt­ar­mynd­ir og notað þær til að kúga hana til kyn­maka með öðrum mönn­um. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Uppsetning rafhleðslustöðva
Setjum upp og göngum frá öllum gerðum rafhleðslustöðva Mikil áralöng reynsla ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...