Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

Skeifuhópurinn. Gunnar Reynisson kennari, Eydís Anna Kristófersdóttir, Þuríður Inga G. …
Skeifuhópurinn. Gunnar Reynisson kennari, Eydís Anna Kristófersdóttir, Þuríður Inga G. Gísladóttir, Elín Sara Færseth, Jóna Þórey Árnadóttir, Bjarki Már Haraldsson og Guðjón Örn Sigurðarson. Ljósmynd/Árdís H. Jónsdóttir

„Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri.

Guðjón bætir því við að systir hans, Þorbjörg Helga, hafi unnið Skeifuna árið 2016.

Morgunblaðsskeifan hefur verið veitt árlega frá árinu 1957, á Skeifudegi Grana sem er uppskeruhátíð nemenda í reiðmennskuáföngum skólans og sem lengi hefur verið haldinn hátíðlegur sumardaginn fyrsta. Skeifuna fær sá nemandi sem nær hæstu meðaleinkunn úr verklegum reiðmennskuprófum.

Guðjón Örn ólst upp við hestamennsku í Skollagróf þar sem mikil og þekkt hrossaræktun hefur verið. Afi hans, Jón Sigurðsson, var þekktur ræktandi. Guðjón segist hafa verið á baki frá því hann náði að hanga í hnakknum.

Sjá viðtal við Guðjón í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert