Samið um stækkun skóla

Reykjanesbær.
Reykjanesbær.

Fyrir helgina undirrituðu fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum samkomulag um fyrirhugaða stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Fyrir hönd ríkisins skrifaði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra undir samkomulagið við fulltrúa Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Voga og Suðurnesjabæjar. Viðbyggingin mun hýsa félagsrými nemenda og bæta mjög aðstöðu þeirra.

Viðbyggingin sem nú stendur til að reisa verður um 300 fermetara að flatarmáli. – Áætlaður stofnkostaður er um 123 milljónir kr. og er kostnaðarhlutdeild ríkisins 60%. Skólinn hefur verið í stöðugri uppbyggingu frá stofnun árið 1976, en hann var annar fjölbrautaskólinn sem byggður var hér á landi. Nemendur við skólann nú eru rúmlega 830, á starfs-, bók- og verknámsbrautum. sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert