Magnþrungin spenna á Ölveri

Stuðningsmenn Liverpool á Ölver í dag, þeirra á meðal borgarstjóri.
Stuðningsmenn Liverpool á Ölver í dag, þeirra á meðal borgarstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gestir á Sportbarnum Ölveri skiptast í tvær fylkingar í dag, en stærri salinn hafa Liverpool-aðdáendur tekið undir sig. Í hinum salnum eru þeir ljósbláu, stuðningsmenn Manchester City, búnir að koma sér fyrir.

Lokaumferð Ensku úrvalsdeildarinnar hófst rétt í þessu og á Manchester City mestar líkur á Englandsmeistaratitli þetta árið, annað árið í röð.

Því er örlítið meiri stemning í litla salnum á Ölveri, en andrúmsloftið Liverpool-megin er nokkuð spennuþrungið, en þeir þurfa ekki aðeins að treysta á sjálfa sig gegn Úlfunum, heldur einnig á lið Brighton, sem Manchester City etur kappi við í lokaumferðinni.

Nokkur kunnugleg Púlara-andlit má sjá í salnum, til að mynda Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Sólmund Hólm eftirhermu. 

Fyr­ir lokaum­ferðina er City í topp­sæt­inu með 95 stig en Li­verpool fylg­ir fast á eft­ir með 94 stig. Með sigri verður Manchester City Eng­lands­meist­ari annað árið í röð en ef ekki verður Li­verpool Eng­lands­meist­ari í fyrsta sinn síðan 1990.

Stuðningsmenn Manchester City eru bjartsýnir á titilinn.
Stuðningsmenn Manchester City eru bjartsýnir á titilinn. mbl.is/Ómar Óskarsson
Það er stór dagur hjá Púlurum í dag.
Það er stór dagur hjá Púlurum í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
City-menn fjölmenna á Ölver í dag og vonast til að …
City-menn fjölmenna á Ölver í dag og vonast til að geta fagnað Englandsmeistaratitlinum síðar í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson
City-aðdáendur á öllum aldri fylgjast spenntir með.
City-aðdáendur á öllum aldri fylgjast spenntir með. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert