Þrír farþegar enn á gjörgæslu

Rútuslysið við Öræfi .
Rútuslysið við Öræfi .

Þrír af farþegunum fjórum sem fluttir voru á Landspítalann í fyrradag vegna rútuslyssins í Öræfum voru enn á gjörgæslu í gær, en sá fjórði var kominn inn á bráðalegudeild.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir, en bílstjóri rútunnar greindi lögreglunni frá því að hann hefði mætt tveimur stórum bílum stuttu áður og misst stjórnina á bílnum í kjölfarið.

Áætlað er að hátt á þriðja hundrað manns hafi tekið þátt í aðgerðum í fyrradag samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en þær stóðu yfir frá um klukkan 15, þegar tilkynning barst um slysið, þar til um ellefuleytið um kvöldið.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að samstarf viðbragðsaðila á vettvangi í fyrradag hafi verið til fyrirmyndar. „Það er magnað hvað allir vinna vel saman og af miklum krafti þegar reynir á eins og í gær,“ segir Davíð í Morgunblaðinu í dag. Hann bætir við að á síðustu tveimur árum hafi orðið of mörg slys af þessu tagi en afleiðingin sé sú að allir viðbragðsaðilar, björgunarsveitir, lögregla og sjúkraflutningalið, séu vel æfðir og vinni vel saman, sem sé ekki sjálfgefið. „Þegar eitthvað bjátar á erum við á Íslandi dugleg að snúa bökum saman og leysa málin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »