„Allir bestu vinir á Múlalundi“

„Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag.

Þórir hefur unnið á Múlalundi í áratug en í myndskeiðinu er rætt við hann ásamt Ólaf Jónas Sigurðsson, sem hefur starfað á Múlalundi í 15 ár. Saga Múlalundar nær allt aftur til ársins 1959 þegar sjúklingasamtökin SÍBS stofnuðu vinnustofu fyrir öryrkja sem áttu í erfiðleikum með að fá störf við hæfi eftir endurhæfingu.

Vörur fyrirtækisins eru víða til sölu, flestir ættu að þekkja Eglu-möppurnar sem geymt hafa bókhald landsmanna í ófáa áratugi. Tæplega 50 manns með skerta starfsorku starfa á Múlalundi að staðaldri.

mbl.is var á staðnum í dag en þar voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir á meðal gesta.

Fyrir nokkrum árum heimsótti ég Múlalund og kynnti mér starfsemina.

mbl.is