Borgirnar verði endurhannaðar

Borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna, þau Anna König Jerlmyr, Raymond Johansen,Frank Jensen, ...
Borgarstjórar höfuðborga Norðurlandanna, þau Anna König Jerlmyr, Raymond Johansen,Frank Jensen, Anni Sinnemäki og Dagur B. Eggertsson á ráðstefnunni Framtíð borganna, sem stendur yfir í Ósló. mbl.is/Baldur

Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár.

Fjölmenn sveit frá Reykjavík sækir ráðstefnuna, m.a. fulltrúar úr samgöngu- og skipulagsráði og umhverfis- og heilbrigðisráði. Hafa þeir fundað með fulltrúum Óslóar.

Raymond Johansen, borgarstjóri Óslóar, benti á að helmingur mannkyns byggi nú í borgum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu að árið 2050 myndu 2,5 milljarðar manna til viðbótar hafa flutt í borgir. Því væri til mikils að vinna í loftslagsmálum að gera borgarsamfélög umhverfisvænni. Rafbílar hefðu verið 70% seldra nýrra bíla í Noregi í apríl. Fjárfestar sem hafi veðjað á lágt endursöluverð notaðra rafbíla hafi tapað fé. Borgaryfirvöld í Ósló stefni að því að vera eingöngu með rafknúna strætóa fyrir 2020. Sú umbreyting að færa bílaumferð úr miðborg Óslóar en skapa um leið rými fyrir gangandi og hjólandi væri ekki sársaukalaus fyrir sum fyrirtækin. Þá væru vegtollar til að draga úr umferð mjög umdeildir í Noregi. Ekki síst meðal fólks utan borgarinnar.

Minnkað um 58%

Anna König Jerlmyr, borgarstjóri Stokkhólms, sagði borgaryfirvöldum hafa tekist að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 58% frá árinu 1990. Það væri markmið þeirra að árið 2030 mundi borgarstjórnin ekki lengur nota jarðefnaeldsneyti og svo öll borgin árið 2040.

Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði Kaupmannahöfn nú vera eina lífvænlegustu borg heimsins. Margt hefði því breyst frá níunda áratug síðustu aldar þegar borgin hefði verið í niðurníðslu, mengun verið vandamál og efnahagslífið í lægð. Borgin hefði verið endurhönnuð með þarfir fólks en ekki bíla í huga, sem birtist í fjölskylduvænni borg. Breyttar áherslur í samgöngumálum hefðu skilað því að 62% borgarbúa notuðu daglega hjól til að komast í skóla og vinnu. Það væri markmiðið að árið 2025 yrði borgin orðin kolefnishlutlaus.

Umbreyting Reykjavíkur

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði baráttuna við loftslagsvandann ekki snúast fyrst og fremst um leiðir til orkuframleiðslu, heldur væru skipulagsmálin stærsta viðfangsefnið í borgunum. Dagur rakti árangur borgarbúa við að innleiða hitaveitu og hvernig raforkan er framleidd á endurnýjanlegan hátt á Íslandi. Verk væri að vinna í samgöngum og sorpmálum. Vegna ákvarðana í skipulagsmálum fyrir nokkrum áratugum væri borgin mjög miðuð við þarfir bíla. Komið væri að því að taka nauðsynlegar en mögulega óvinsælar ákvarðanir í skipulagsmálum Reykjavíkur til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Framundan væru ár umbreytinga með vaxandi róttækni í loftlagsmálum.

Anni Sinnemäki, aðstoðarborgarstjóri sem fer með umhverfismál í Helsinki, sagði borgarbúa nú fara 80% sinna ferða gangandi eða hjólandi. Áformað væri að loka hvoru kolaorkuverinu um sig árin 2024 og 2029 og innleiða umhverfisvænni orkugjafa.

Jens Ulltveit-Moe, stofnandi og forstjóri Umoe, ræddi um fjárfestingar sínar í umhverfisvænni orku. Hann vitnaði í samtal við fyrrverandi umhverfisráðherra Noregs, sem hann nafngreindi ekki, sem teldi að mannkynið væri að tapa baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Margir keyra frá Leifsstöð

Að ræðunum loknum bárust spurningar úr sal. Meðal annars var Dagur spurður hvernig bregðast ætti við uppgangi ferðaþjónustu á Íslandi m.t.t. loftslagsmála. Hann sagði um 55% farþega í Leifsstöð fara í bílaleigubíla í stað þess að nota aðra samgöngumáta. Þetta þyrfti að skoða. Flugið yrði sá samgöngumáti þar sem síðast yrði hætt að nota olíu. Flugið yrði áfram mikilvægur þáttur í lífinu, ekki síst á eyjum í Norður-Atlantshafi.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Bátakerra .
Tilboð óskast uppl. 8691204....