Samþykkt í útlöndum, hafnað hér heima

Viðmælandi Morgunblaðsins fór í aðgerð á sjúkrahúsí á Englandi í …
Viðmælandi Morgunblaðsins fór í aðgerð á sjúkrahúsí á Englandi í gær á báðum brjóstum sínum á kostnað Sjúkratrygginga, sömu aðgerð hjá sama lækni og SÍ hafnaði að greiða fyrir hér á landi. Hún er með krabbamein í öðru brjóstinu og lét fjarlægja hitt til að fyrirbyggja krabbamein. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Sjúkratryggingar samþykktu að greiða fyrir aðgerð á vinstra brjóstinu en ég átti sjálf að borga fyrir aðgerð á því hægra og það var vegna þess að ég hafði greinst með krabbamein í því.“

Þetta segir kona sem nýverið greindist með krabbamein í öðru brjósti sínu og á sama tíma kom í ljós að hún ber BRCA2-genið, sem eykur líkur á krabbameini.

Konum í hennar sporum er ráðlagt að láta fjarlægja bæði brjóst í forvarnarskyni og eru slíkar aðgerðir gerðar á Brjóstaklíníkinni í Klíníkinni Ármúla, sem er einkarekin heilbrigðisþjónusta. Aðgerðirnar eru að öllu jöfnu greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands, en þar sem viðmælandi Morgunblaðsins hafði greinst með krabbamein nær greiðsluþátttakan eingöngu til heilbrigða brjóstsins, því hún kaus að fara í aðgerð á Klíníkinni því að læknir þar sagðist treysta sér til að gera aðgerðina án vandkvæða.

„Það er í rauninni verið að refsa mér fyrir að vera komin með krabbamein,“ segir hún í umfjöllun um mál hennar í Morgunblaðinu í dag.

Til að flækja málið enn frekar var konunni sagt að ef hún kysi að fara utan í þessa aðgerð myndu Sjúkratryggingar greiða hana að fullu. Hún sótti þá um að fá að fara í aðgerð á brjóstamiðstöðinni í Nottingham á Englandi, The Nottingham Breast Institute. Það var samþykkt og aðgerðin var gerð í gær, af íslenskum lækni sem einnig starfar á Klíníkinni og gerir þar þessar sömu aðgerðir, en SÍ tekur ekki þátt í kostnaði við þær.

„Þetta er sami læknirinn og sama aðgerðin og ég fékk að vita hjá Sjúkratryggingum að aðgerðin kostaði það sama fyrir ríkið, hvar sem hún er gerð. Það eina sem er öðruvísi er að ég þarf að leggja talsvert á mig til að fara utan í aðgerðina.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »