Saltkóngurinn í Svíþjóð

Hinn hálfíslenski Sven Ásgeir Hanson er enn að vinna þótt ...
Hinn hálfíslenski Sven Ásgeir Hanson er enn að vinna þótt hann sé að nálgast áttrætt. Hann er stærstur í salti í Svíþjóð og er enn að leita að nýjum viðskiptatækifærum um víða veröld. mbl.is/Ásdís

Einu sinni til tvisvar á ári heimsækir Sven Ásgeir hjartalækninn sinn á Íslandi, frænda sinn Ásgeir Jónsson. Bera þeir báðir nafn afa síns, Ásgeirs Péturssonar, og eru synir systkina. 

Á Hótel Borg eins og afi

Sven er fæddur 1941 og er alinn upp í Gautaborg, sonur Per-Olof Hansons og Margrétar Ásgeirsdóttur, ávallt kölluð Gréta. Hún er dóttir Ásgeirs Péturssonar stórútgerðarmanns og Guðrúnar Halldórsdóttur húsfreyju.

„Mamma mín Gréta hitti pabba í Hamborg í kringum 1930 þegar þau voru bæði tvítug. Þau kynntust á tungumálanámskeiði þar en móðir mín hafði dvalið langdvölum í Kaupmannahöfn vegna þess að hún fékk berkla og var þar í meðferð. Amma mín og mamma bjuggu því um tíma þar og þaðan fór mamma til Hamborgar en afi minn Ásgeir stundaði þar viðskipti. Þannig æxlaðist það að mamma kynntist pabba, sem er Svíi, og þau fluttu til Svíþjóðar og giftu sig 1932,“ segir Sven.

Afi hans í móðurætt, Ásgeir Pétursson, var mikill viðskiptajöfur á Íslandi og þótti mjög vandaður maður. Hann var búfræðingur, útgerðarmaður og kaupmaður á Akureyri og Siglufirði, og bjó um tíma í Kaupmannahöfn en að lokum í Reykjavík.

„Hann varð efnaður maður en var það svo sannarlega ekki frá upphafi. Hann lenti hjá góðum fósturforeldrum og fékk að stunda nám og fór til Kaupmannahafnar í viðskiptanám. Þegar hann kom heim fór hann í fiskibransann og seldi mikið fisk til Danmerkur. Ástæðan fyrir því að ég dvel alltaf á Hótel Borg þegar ég er hér á landi er sú að sagan segir að afi hafi alltaf gist á Hótel Borg þegar hann var í Reykjavík að stunda viðskipti sín,“ segir Sven. „Ég hitti hann reyndar aldrei því hann dó í desember 1942 þegar ég var aðeins eins árs.“

Fyrsta flugið frá Svíþjóð

„Ég fór í fyrsta skipti til Íslands í júní árið 1946 í gamalli uppgerðri herflugvél og ég man bara að vélin lét illa á leiðinni. Ég held reyndar að þetta hafi verið fyrsta flugið milli Svíþjóðar og Íslands, því það var getið um það í sænskum dagblöðum. Því miður hræddi flugferðin mömmu svo mikið að hún fór aldrei aftur til Íslands, sem var sorglegt,“ segir Sven.

 „Í gamla daga talaði ég dálitla íslensku því það voru margir íslenskir nemar í Gautaborg og þeir komu gjarnan til okkar í sunnudagsmat. Þannig náði ég að æfa íslenskuna, en eftir það missti ég hana niður þar sem við fórum aldrei heim til Íslands. Mamma talaði mjög lítið við mig íslensku en söng þó íslensk lög þegar hún sat við píanóið og spilaði,“ segir Sven.  

Salt í 190 ár

Eins og faðir hans á undan honum, tók Sven snemma við fjölskyldufyrirtækinu. „Það var engin pressa á að taka við fyrirtækinu og hugleiddi ég að verða bóndi. En ég held að innst inni hafi ég viljað það. Ég fór ungur með pabba í vinnuna og ég tel að hann hafi verið snjall að sýna mér allt frá unga aldri, án þess að ýta á mig,“ segir Sven sem unnið hefur við fjölskyldufyrirtækið allar götur síðan.

Saltfyrirtækið Salinity, áður Hanson & Möhring, framleiðir 750 þúsund til milljón tonn af salti árlega. „Á næsta ári erum við búin að vinna í salti í 190 ár samfleytt. Þetta hófst allt árið 1830 þegar síldin var í Svíþjóð. Afi minn vann þá í fyrirtækinu fyrir menn sem áttu enga afkomendur. Afi, ásamt tveimur öðrum, tók svo við fyrirtækinu árið 1905. Síðan árið 1970 hefur það verið að fullu í okkar fjölskyldu,“ segir Sven og stiklar á stóru í langri og merkri sögu saltfyrirtækisins.  

„Við sjáum hvað gerist, kannski tekur næsta kynslóð við fyrirtækinu,“ segir hann en þess má geta að í dag veltir fyrirtækið rúmlega tíu milljörðum íslenskra króna árlega.

Sven er enn að vinna og ferðast um víða veröld í sínu starfi þrátt fyrir að vera orðinn 77 ára. „Dóttir mín og tengdasonur sjá um daglegan rekstur og ég er meira í að leita að nýjum viðskiptatækifærum. Pabbi sagði við mig þegar ég var mjög ungur: þú mátt gera hvað sem þú vilt en ef þér mistekst verður þú sjálfur að þrífa upp eftir þig,“ segir hann og er greinilegt að hann lifir enn eftir þessari reglu.  

Sven Ásgeir er mikill siglingamaður og hafnaði í 6. sæti ...
Sven Ásgeir er mikill siglingamaður og hafnaði í 6. sæti á Ólympíuleikunum árið 1986.

Í sjötta sæti í siglingum

Sven á fjöldann allan af veðhlaupahestum víða um heim. „Það byrjaði þannig að árið 1968 var ég í Akapúlkó að keppa á Ólympíuleikunum í siglingum. Siglingar voru mitt helsta áhugamál á þeim tíma. Í tvö ár í röð þurfti ég að taka mér þriggja mánaða frí til að æfa og ég áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið því áfram. Þannig að ég ákvað að venda kvæði mínu í kross og finna mér eitthvert allt annað áhugamál. Þannig að ég hætti að sigla, því miður, í 21 ár. Á þessum tíma átti ég bóndabæ í Svíþjóð og þáverandi kona mín var hestakona. Ég byrjaði líka í hestamennsku en eftir nokkur ár gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti ekki bara keppt um helgar án þess að æfa mig í miðri viku. Þannig að ég byrjaði að kaupa veðhlaupahesta,“ segir hann.

Sven Ásgeir og kona hans Carina eru mikið hestafólk og ...
Sven Ásgeir og kona hans Carina eru mikið hestafólk og hafa keypt og selt veðhlaupahesta um langt skeið.

 Segðu mér aðeins frá Ólympíuleikunum.

„Það var mikið ævintýri. Alveg stórkostlegt; mikil reynsla. Ég var þá 27 ára og þetta var klárlega ævintýri lífs manns. Við vorum þrír þarna á seglbátnum og lentum í sjötta sæti. En ég hafði ekki tíma til að halda þessu hobbíi áfram. Ég hætti svo að sigla eins og fyrr segir en tók svo aftur upp siglingar og varð Svíþjóðarmeistari árið 1995. Það sama ár lenti ég í 4. sæti í heimsmeistarakeppninni í Fremantle í Ástralíu. Ég var ágætis siglingamaður en þetta var meira til gamans,“ segir hann.

„Í dag á ég stóran seglbát sem ég sigli í Króatíu en bara til gamans í fríum. Ég fer þangað í 5-6 vikur á hverju sumri.“

Þú virðist hafa mikið keppnisskap og finna þig vel í samkeppni bæði í leik og starfi?

„Já, mér finnst gaman að keppa og líklega er ég svolítið eirðarlaus og þess vegna er ég ekki hættur að vinna. Tengdasonur minn segir að ég sé búinn að minnka við mig niður í fulla vinnu,“ segir hann og brosir.

Stoltur af upprunanum

Sven er sem fyrr segir farinn að venja komur sínar til Íslands og segist finna mikla tengingu við land og þjóð. „Það er sorglegt að segja frá því en frá 1946 og til 1974 kom ég aldrei til Íslands. Svo þegar ég kom það árið áttaði ég mig á því hvað mér líkaði það vel og byrjaði að þreifa fyrir mér varðandi viðskipti. Svo bjó systir mín hér í lok níunda áratugarins og þá kom ég oftar. Svo núna kem ég árlega og fer í hjartaskoðun hjá frænda mínum. Við hittumst einu sinni sem börn og svo einu sinni fyrir langa löngu í Gautaborg. En þegar við fórum að hittast svona reglulega áttaði ég mig á því að við höfum mjög svipaðan smekk, til dæmis hvað varðar myndlist og tónlist. Við náum vel saman þrátt fyrir mjög ólíkan bakgrunn,“ segir hann.

Segir þú fólki að þú sért hálfíslenskur?

„Já, ég geri það með stolti.“

Ítarlegt viðtal við Sven er í Sunnudagsblaði Morgublaðsins um helgina. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Lögreglan leitar andapars og rolla

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andarpari annars vegar og tveimur rollum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
þvottavél velsög handfræsari hjolbörur
hjolbörur þvottavel velsög handfræsari ódyrt 6633899...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...