Eurovision kostaði um 100 milljónir

Hatari á sviðinu í Tel Aviv.
Hatari á sviðinu í Tel Aviv. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarkostnaður við Söngvakeppni sjónvarpsins og þátttöku Íslands í Eurovision mun að öllum líkindum enda í tæpum hundrað milljónum króna, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins.

Kostnaðurinn er því um tíu milljónum hærri en í fyrra þegar hann var um níutíu milljónir. Enn á þó eftir að gera reksturinn við þátttöku í Eurovision, sem haldin var í Tel Aviv í Ísrael, upp en áætlað er að hann sé 35 milljónir króna.

Kostnaðurinn var 30 milljónir króna í fyrra. Skýrist hærri kostnaður af óvenju háum ferða- og gistikostnaði í Tel Aviv, að sögn Skarphéðins.Tengdar tekjur ættu að „fara langleiðina með að vega upp á móti“ kostnaði við þátttökuna í Eurovision.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »