Burðardýr í kókaínmáli rúmlega tvítug

Fjórir voru handteknir þegar upp komst um smyglið, en þetta …
Fjórir voru handteknir þegar upp komst um smyglið, en þetta er mesta magn kókaíns sem hefur verið tekið á Keflavíkurflugvelli. AFP

Þrír Íslendingar eru nú í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um að hafa reynt að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins. Er þetta mesta magn kókaíns sem lagt hefur verið hald á á Keflavíkurflugvelli.

Vísir greindi frá málinu og segir lögreglu telja þremenningana hafa verið burðardýr.

Þremenningarnir eru fæddir 1996 og 1998 og því 23 og 21 árs og er málið sagt viðkvæmt vegna ungs aldurs þeirra.

Upp komst um smyglið 12. maí og voru þá fjórir handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einn hefur verið látinn laus, en verið er að rannsaka hver skipulagði innflutning efnanna og hefur Vísir eftir Jóni Halldóri Sigurðssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að rannsókninni miði vel áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert