„Hefðum í rauninni viljað hærra verð“

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar vísar ummælum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags ...
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar vísar ummælum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, á bug. mbl.is/Hari

Forstjóri Landsvirkjunar vísar á bug ummælum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um misjafnan ásetning Landsvirkjunar með samningaviðræðum við Elkem á Grundartanga. „Fjarstæðukenndur málflutningur,“ segir hann.

Vilhjálmur Birgisson sagði í pistli á Facebook-síðu sinni á dögunum að hækkun á raforkuverði til Elkem Ísland á Grundartanga „ógnaði rekstrarforsendum Elkem gríðarlega og um leið öryggi þeirra sem þar starfa“. Með ólíkindum væri að Landsvirkjun krefji fyrirtæki um „raforkuverð sem eru það há að þau myndu kippa allri framlegð þeirra í burtu“.

„Það er ýmislegt í þessu sem er að mínu mati ekki alls kostar rétt,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hann útskýrir að um framlengingu á 40 ára gömlum samningi hafi verið að ræða og að hækkunin hafi komið til af því að verðið hafi verið mjög lágt fyrir. Eftir tilraunir til þess að semja beint um nýtt raforkuverð hafi verið ákveðið að vísa verðákvörðuninni til gerðardóms.

Hefðu viljað fá hærra verð

Landsvirkjun hefði raunar viljað fá hærra verð en gerðardómur ákvarðaði. „Nýr samningur þarf að vera í takt við tímann. Þótt um hækkun sé að ræða er það vegna þess að verðið var lágt fyrir,“ segir Hörður. „Við hefðum í rauninni viljað fá töluvert hærra verð en gerðardómur ákvað þetta og við virðum það,“ segir hann.

„Gerðardómi bar að úrskurða þeim sambærilegt verð og aðrir í sömu starfsemi á Íslandi greiða á sama tíma, sem er augljóslega sanngjarnt ákvæði. Samningsaðilar geta haft mismunandi túlkun á því. Á sama tíma og Elkem kann að þykja þetta óþarflega hátt teljum við þetta óþarflega lágt,“ segir Hörður.

Gerðardómur féll í lok mánaðar um nýtt raforkuverð sem Landsvirkjun ...
Gerðardómur féll í lok mánaðar um nýtt raforkuverð sem Landsvirkjun skyldi selja Elkem Íslandi á Grundartanga raforkuna á. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er unnt að svo komnu máli að fá uppgefið hvert raforkuverðið verður til Elkem en Hörður segir að verðið sem gerðardómurinn komst að niðurstöðu um sé lægra verð en Landsvirkjun sé tilbúin að bjóða öðrum fyrirtækjum. „Það er ljóst að verðið sem gerðardómur kvað á um er lægra verð heldur en við erum tilbúin að semja við aðra um,“ segir hann.

Hann segist ekki telja nýja verðið ógna lífsviðurværi starfsmannanna enda sé um samkeppnishæft raforkuverð að ræða miðað við það sem aðrir greiða hér og erlendis. Þá er samningurinn bindandi til 10 ára.

„Þessi mál eru al­ger­lega ótengd“

Vilhjálmur sagði í pistli sínum „ekki dónalegt fyrir Landsvirkjun að vera búið að eyða háum upphæðum í að kanna kosti þess að hingað sé lagður sæstrengur þegar hægt er að slátra orkufrekum iðnaði með gríðarlegum hækkunum á raforkuverði og segja svo „við verðum að fá sæstreng því við eigum svo mikið af ónýttri raforku til“.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, fór hörðum orðum um verðhækkunina í ...
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, fór hörðum orðum um verðhækkunina í pistli á Facebook. mbl.is/​Hari

Hörður vísar því algerlega á bug að þessi hækkun tengist framtíðaráformum um sæstreng til Íslands. „Þessi mál eru algerlega ótengd. Þetta er langtímaraforkusamningur við einn af okkar góðu viðskiptavinum. Hann er bindandi í 10 ár fyrir báða aðila, þannig að hvorugur getur sagt sig frá honum,“ segir hann. Ekki standist að halda því fram að nýja verðið eigi að vera til þess fallið að fæla viðskiptavini Landsvirkjunar úr viðskiptum.

„Þannig að það er fjarstæðukenndur málflutningur að halda því fram að verið sé að vinna að sæstreng með þessu. Það er hlutverk stjórnvalda að ákveða það,“ segir Hörður.

Hann segir þó að þar sem sæstrengir hafi verið lagðir erlendis hafi gengið vel að reka þar áfram raforkufrekan iðnað, eins og í Noregi, og bendir á að Landsvirkjun hafi lengi hvatt til þess að slíkt sé skoðað hér á landi.

mbl.is

Innlent »

Segir Willum fara með rangt mál

Í gær, 23:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, seg­ir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann fjárlaganefndar fara með rangt mál og ósannandi þegar hann sagði að trúnaður hefði verið á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

Í gær, 23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

Í gær, 21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Í gær, 21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

Í gær, 20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

Í gær, 19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

Í gær, 19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

Í gær, 18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

Í gær, 18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

Í gær, 18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

Í gær, 17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

Í gær, 17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

Í gær, 17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

Í gær, 16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

Í gær, 16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

Í gær, 16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

Í gær, 16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

Í gær, 16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

Í gær, 15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »
Stál borðfætur
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik, S. 7660348 , Alena...