„Hefðum í rauninni viljað hærra verð“

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar vísar ummælum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags ...
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar vísar ummælum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, á bug. mbl.is/Hari

Forstjóri Landsvirkjunar vísar á bug ummælum Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, um misjafnan ásetning Landsvirkjunar með samningaviðræðum við Elkem á Grundartanga. „Fjarstæðukenndur málflutningur,“ segir hann.

Vilhjálmur Birgisson sagði í pistli á Facebook-síðu sinni á dögunum að hækkun á raforkuverði til Elkem Ísland á Grundartanga „ógnaði rekstrarforsendum Elkem gríðarlega og um leið öryggi þeirra sem þar starfa“. Með ólíkindum væri að Landsvirkjun krefji fyrirtæki um „raforkuverð sem eru það há að þau myndu kippa allri framlegð þeirra í burtu“.

„Það er ýmislegt í þessu sem er að mínu mati ekki alls kostar rétt,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar. Hann útskýrir að um framlengingu á 40 ára gömlum samningi hafi verið að ræða og að hækkunin hafi komið til af því að verðið hafi verið mjög lágt fyrir. Eftir tilraunir til þess að semja beint um nýtt raforkuverð hafi verið ákveðið að vísa verðákvörðuninni til gerðardóms.

Hefðu viljað fá hærra verð

Landsvirkjun hefði raunar viljað fá hærra verð en gerðardómur ákvarðaði. „Nýr samningur þarf að vera í takt við tímann. Þótt um hækkun sé að ræða er það vegna þess að verðið var lágt fyrir,“ segir Hörður. „Við hefðum í rauninni viljað fá töluvert hærra verð en gerðardómur ákvað þetta og við virðum það,“ segir hann.

„Gerðardómi bar að úrskurða þeim sambærilegt verð og aðrir í sömu starfsemi á Íslandi greiða á sama tíma, sem er augljóslega sanngjarnt ákvæði. Samningsaðilar geta haft mismunandi túlkun á því. Á sama tíma og Elkem kann að þykja þetta óþarflega hátt teljum við þetta óþarflega lágt,“ segir Hörður.

Gerðardómur féll í lok mánaðar um nýtt raforkuverð sem Landsvirkjun ...
Gerðardómur féll í lok mánaðar um nýtt raforkuverð sem Landsvirkjun skyldi selja Elkem Íslandi á Grundartanga raforkuna á. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er unnt að svo komnu máli að fá uppgefið hvert raforkuverðið verður til Elkem en Hörður segir að verðið sem gerðardómurinn komst að niðurstöðu um sé lægra verð en Landsvirkjun sé tilbúin að bjóða öðrum fyrirtækjum. „Það er ljóst að verðið sem gerðardómur kvað á um er lægra verð heldur en við erum tilbúin að semja við aðra um,“ segir hann.

Hann segist ekki telja nýja verðið ógna lífsviðurværi starfsmannanna enda sé um samkeppnishæft raforkuverð að ræða miðað við það sem aðrir greiða hér og erlendis. Þá er samningurinn bindandi til 10 ára.

„Þessi mál eru al­ger­lega ótengd“

Vilhjálmur sagði í pistli sínum „ekki dónalegt fyrir Landsvirkjun að vera búið að eyða háum upphæðum í að kanna kosti þess að hingað sé lagður sæstrengur þegar hægt er að slátra orkufrekum iðnaði með gríðarlegum hækkunum á raforkuverði og segja svo „við verðum að fá sæstreng því við eigum svo mikið af ónýttri raforku til“.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, fór hörðum orðum um verðhækkunina í ...
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, fór hörðum orðum um verðhækkunina í pistli á Facebook. mbl.is/​Hari

Hörður vísar því algerlega á bug að þessi hækkun tengist framtíðaráformum um sæstreng til Íslands. „Þessi mál eru algerlega ótengd. Þetta er langtímaraforkusamningur við einn af okkar góðu viðskiptavinum. Hann er bindandi í 10 ár fyrir báða aðila, þannig að hvorugur getur sagt sig frá honum,“ segir hann. Ekki standist að halda því fram að nýja verðið eigi að vera til þess fallið að fæla viðskiptavini Landsvirkjunar úr viðskiptum.

„Þannig að það er fjarstæðukenndur málflutningur að halda því fram að verið sé að vinna að sæstreng með þessu. Það er hlutverk stjórnvalda að ákveða það,“ segir Hörður.

Hann segir þó að þar sem sæstrengir hafi verið lagðir erlendis hafi gengið vel að reka þar áfram raforkufrekan iðnað, eins og í Noregi, og bendir á að Landsvirkjun hafi lengi hvatt til þess að slíkt sé skoðað hér á landi.

mbl.is

Innlent »

Mánaðarbið eftir grænni tunnu

21:04 Sífellt fleiri kjósa að flokka sorp, einkum plastumbúðir, frá almennum úrgangi og setja í þartilgerða tunnu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni tunnu undir plast eru þær einfaldlega búnar í bili hjá Reykjavíkurborg. Biðtími eftir slíkri tunnu er um mánuður, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Meira »

„Skiptir fyrirtækið miklu máli“

21:00 Fyrirtækið Sjótækni ehf. á Tálknafirði hefur staðist öryggisvottun samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO-45001 og endurnýjun á umhverfisstaðlinum ISO-14001, eftir að norska vottunarstofan DNV-GL tók út starfsemi þess. Meira »

Samþykktu að afturkalla umboðið

20:37 Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og tilnefna nýja í þeirra stað. Meira »

Gera ráð fyrir frábærri hátíð

20:30 Undirbúningur fyrir Secret Solstice-hátíðina hefur gengið vonum framar að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma til móts við kvartanir íbúa og mikil ánægja er með þá tónlistarmenn sem hlaupa í skarðið fyrir þá sem hafa forfallast. Meira »

Ævintýri á gönguför

20:25 Sagt hefur verið að Kristján Sveinsson stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur. Meira »

Þingi formlega frestað

20:06 Þingi var frestað þegar breytt fjármálaáætlun og -stefna höfðu verið samþykktar með meirihluta atkvæða þingmanna. Helga Bernódussyni fráfarandi skrifstofustjóra Alþingis voru þökkuð störfin. Meira »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »

Enn stefnt að skuldalækkun

16:56 Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með. Meira »

Barnaníðsmál ekki fyrir Hæstarétt

16:49 Beiðni Kjartans Adolfssonar um að Hæstiréttur taki fyrir dóm Landsréttar um að hann sæti sjö ára fangelsisvistar fyrir að nauðga dætrum sínum hefur verið hafnað. Hæstiréttur taldi ekki tilefni til þess að endurskoða mat á sönnunargildi vitnisburðar hans, brotaþola eða vitna. Meira »

„Málið er bara ekki lengur pólitískt“

16:42 „Málið er bara ekki lengur pólitískt,“ segir formaður borgarráðs um eineltisásakanir á hendur Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa sem borist hafa eineltis- og áreitniteymis ráðhússins. Meira »

ÁTVR opið fyrir nýju neftóbaki

16:37 Sölubann ÁTVR á öðru neftóbaki en því sem stofnun framleiðir sjálf var aflagt um mánaðamót og verður það ekki tekið upp að nýju nema með aðkomu stjórnvalda. Viðskiptablaðið greinir frá þessu, fyrst fjölmiðla. Meira »

Sameining SÍ og FME samþykkt

16:19 Alþingi samþykkti í dag lög sem sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og verða stofnanirnar sameinaðar frá næstu áramótum. „Breytingar eru ekki gerðar á þeim verkefnum sem eru á ábyrgð þessara tveggja stofnana heldur lúta breytingarnar að sameiningu verkefna hjá einni stofnun.“ Meira »

Aðstoðuðu vélarvana bát sem rak að landi

16:15 Björgunarskip var kallað út klukkan 15:30 í dag þegar Rib-bátur, fullur af fólki, var vélarvana og rak að landi rétt við Sæbraut í Reykjavík. Beiðni um björgunarbát var afturkölluð 15 mínútum síðar þegar nærliggjandi bátur tók þann vélarvana í tog. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...