Allt að 23 stiga hiti í dag

Það er spáð góðu veðri á landinu í dag.
Það er spáð góðu veðri á landinu í dag. Kort/mbl.is

Spáð er vestan og norðvestan 3 til 10 metrum á sekúndu í dag. Víða verður bjart veður en líkur eru á þokubökkum við vesturströndina.

Hiti verður yfirleitt á bilinu 13 til 23 stig, hlýjast á Suður- og Suðausturlandi. Þykknar upp á norðaustanverðu landinu síðdegis og verður dálítil rigning þar í kvöld.

Á morgun verða norðan 5 til 13 metrar á sekúndu. Lítils háttar rigning verður norðan- og austanlands í fyrstu en þurrt þar eftir hádegi. Hiti verður á bilinu 7 til 14 stig. Bjart verður á köflum sunnan heiða og hiti 15 til 24 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is