Loftgæði lítil í veðurblíðunni

Styrkur svifryks mælist hár í mælistöðvum við Grensásveg, Njörvasund og …
Styrkur svifryks mælist hár í mælistöðvum við Grensásveg, Njörvasund og Fossaleyni í dag. mbl.is/​Hari

Brakandi blíða og þurrkur draga sand frá Langjökli sem skapar slæm loftgæði í borginni og eru þeir sem viðkvæmir eru fyrir í öndunarfærum og börn hvattir til þess að fylgjast með loftgæðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að styrkur svifryks mælist hár í mælistöðvum við Grensásveg, Njörvasund og Fossaleyni í dag, þar sem mæligildi eru há. Hægur vindur er og hlýtt og ekki líkur á úrkomu fyrr en á mánudag.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á loftgæði.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert