Dánaraðstoð mikilvægt frelsismál

Lagt er til að gerð verði viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um …
Lagt er til að gerð verði viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. mbl.is/Árni Sæberg

Níu þingmenn úr átta þingflokkum hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð.

Í beiðninni er þess óskað að upplýsinga verði aflað um stöðu dánaraðstoðar í öðrum löndum og að gerð verði viðhorfskönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar, mikilvægt að þessi viðkvæmi málaflokkur fái umræðu í samfélaginu.

„Fyrir mér er þetta mikilvægt frelsismál einstaklingsins. Ég hef fylgst með þróuninni í þessum málum í Hollandi í svolítinn tíma og horft til þeirra,“ segir Bryndís í samtali við Morgunblaðið og bætir við að auk þess telji hún mikilvægt að skýr og góð löggjöf sé til staðar utan um dánaraðstoð og tengd málefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert