Fækkar um 4 sveitarfélög

Við botn Seyðisfjarðar stendur samnefndur kaupstaður. Byggð hóf að myndast …
Við botn Seyðisfjarðar stendur samnefndur kaupstaður. Byggð hóf að myndast þar um miðja 19. öld, en á síðari hluta hennar fluttust þangað margir Norðmenn til að stunda síldveiði. mbl.is/Golli

Sveitarfélögum landsins fækkar um fjögur fyrir eða um næstu kosningar ef viðræður á Austurlandi og í Þingeyjarsýslum leiða til sameiningar. Fækkun og stækkun sveitarfélaga er nú aftur komin á dagskrá vegna stefnu stjórnvalda um hækkun lágmarksfjölda íbúa.

Lítil þróun hefur verið í skipulagi sveitarfélagastigsins síðustu ár þrátt fyrir að aukin verkefni hafi verið flutt til sveitarstjórna. Verði sú stefna lögfest sem unnið er eftir um að lágmarksfjöldi íbúa verði 1.000 manns mun sveitarfélögum landsins fækka um meira en helming á næstu árum, úr 72 í 33. Í þeim 39 sveitarfélögum sem sameinast öðrum búa aðeins 4,7% íbúa landsins.

Eftir því sem best er vitað er nú aðeins unnið að tveimur sameiningum, það er samruna fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi, Fljótsdalshéraðs, Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps, og hafnar eru viðræður um sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps í Þingeyjarsýslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »