Þúsundir sprettu úr spori í kvöldsólinni

Um það bil 2.600 manns tóku þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki …
Um það bil 2.600 manns tóku þátt í Miðnæturhlaupi Suzuki í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Arnþór

Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í Laugardal í kvöld. Á þriðja þúsund hlaupara lagði upp frá Engjavegi kl. 21, en keppt var í þremur vegalendum, hálfmaraþoni, tíu kílómetra hlaupi og fimm kílómetra hlaupi.

Yfir eitt þúsund erlendir hlauparar voru á meðal þátttakenda í ár, en þetta í var í 27. skipti sem hlaupið var haldið.

Arnar Pétursson var fljótastur allra í hálfmaraþoninu, en hann hljóp á tímanum 01:10:20. Í kvennaflokki var hin bandaríska Marissa Saenger fyrst í mark á tímanum 01:29:14, sekúndu á undan samlöndu sinni Michelle Hazelton, en Íris Dóra Snorradóttir var í 3. sæti og fyrst íslenskra kvenna í mark á tímanum 01:31:17.

Í tíu kílómetra hlaupinu kom Þórólfur Ingi Þórsson fyrstur í mark í karlaflokki á tímanum 33:29, en í kvennaflokki kom Elín Edda Sigurðardóttir fyrst í mark á tímanum 36:50.

Vilhjálmur Þór Svansson var svo allra karla sneggstur í fimm kílómetra hlaupinu, á sextán mínútum sléttum. Andrea Kolbeinsdóttir var sneggst kvenna, á tímanum 17:34.

Úrslit hlaupsins í heild sinni

Ljósmyndari mbl.is var í Laugardalnum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir af þátttakendum.

Keppendur í hálfmaraþoni voru yfir 600 talsins og hér spretta …
Keppendur í hálfmaraþoni voru yfir 600 talsins og hér spretta þeir úr spori. mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
Hlauparar gera sig klára fyrir átökin í blíðskaparveðri í Laugardalnum.
Hlauparar gera sig klára fyrir átökin í blíðskaparveðri í Laugardalnum. mbl.is/Arnþór
mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert