Háðir íslenskum víkingum

Það var mikið reiðarslag fyrir íbúa í þessu litla samfélagi …
Það var mikið reiðarslag fyrir íbúa í þessu litla samfélagi þegar Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani þar í bænum í apríl síðastliðnum. Ljósmynd/Visit Finnmark

„Við erum algjörlega háð Íslendingum hér, þið hafið komið hingað og sýnt okkur hvílíkir dugnaðarforkar þið eruð og þennan víkingaanda sem alltaf einkennir ykkur. Samfélag okkar væri fátækara án þessara starfskrafta. Við leggjum traust okkar töluvert í hendur innflytjenda sem blása nýju lífi í atvinnulíf okkar hér í Mehamn og Gamvik.“

Þetta segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri Gamvik í Finnmörku í Noregi, um aðkomu Íslendinga að fiskveiðum og -vinnslu á nyrstu mörkum Evrópu, en sjávarþorpið Mehamn liggur innan vébanda Gamvik.

Fréttaritari Morgunblaðsins og mbl.is í Noregi verður staddur í Mehamn um helgina með það fyrir augum að kanna hvernig þessu litla samfélagi reiðir af eftir harmleik í endaðan apríl þegar fertugur íslenskur sjómaður, Gísli Þór Þórarinsson, allra manna hugljúfi á svæðinu að sögn hvers einasta heimildarmanns sem miðlarnir hafa rætt við, var skotinn til bana við kringumstæður sem hafa orðið kveikjan að heiftarlegri gagnrýni í garð lögreglunnar í Finnmörku.

Lögreglan svarar gagnrýni

Umdæmisstjóri lögreglunnar svarar þessari gagnrýni í samtali við mbl.is sem þar birtist í dag, laugardag, en einnig verður rætt við íslenska sjómanninn Sigurð Hjaltested og konu hans Hege Guldbjørnsen á sunnudag, sem tengdust Gísla heitnum órjúfanlegum böndum. Gabriel Are Sandnes, settur sóknarprestur í Mehamn og eftirlaunaþegi sem svaraði kalli prestlauss brauðs í nauð, ræðir sorgina í afskekktum samfélögum.

Þetta og fleira fjallar mbl.is um í dag og næstu daga í umfjöllun sinni um eitt átakanlegasta sakamál Íslendinga erlendis fram á þennan dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert