Bíll ferðamanna flaut niður Krossá

Fólkið hugðist aka yfir Krossá í Þórsmörk. Mynd úr safni.
Fólkið hugðist aka yfir Krossá í Þórsmörk. Mynd úr safni. mbl.is/Arnar Þór

Erlendir ferðamenn lentu í ógöngum er þeir hugðust aka yfir Krossá í Þórsmörk í dag. Dýptin reyndist meiri en þau höfðu áætlað og bíllinn flaut af stað niður ána, þar til hann staðnæmdist við göngubrú.

Samkvæmt frétt Vísis um atvikið sakaði ferðamennina ekki, en bíllinn mun hins vegar vera gjörónýtur.

Skálaverðir í Þórsmörk, í samstarfi við björgunarsveitarfólk og aðra sem voru staddir á svæðinu, drógu bílinn upp úr ánni.

mbl.is
Loka