Jarðskjálfti 3,6 að stærð við Grímsey

Jarðskjálftinn varð klukkan 12:58.
Jarðskjálftinn varð klukkan 12:58. Kort/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálfti 3,6 að stærð varð 15 kílómetra austnorðaustan af Grímsey rétt fyrir klukkan 13 í dag. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Jarðskjálftar eru algegnir á svæðinu sem er á Tjörnesbrotabeltinu-litla, þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Búið er að fara yfir skjálftann. Aðrir minni skjálftar á svæðinu í kring og voru þeir minni en 2 að stærð.   

„Skjálftar eru algengir á þessu svæði. Við höfum ekki fengið tilkynningu um að skjálftinn hafi fundist en gerum fastlega ráð fyrir því að hann hafi fundist í Grímsey,“ segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúrvársérfræðingur Veðurstofu Íslands. 

Síðast var stór hrina jarðskjálfta á þessu svæði í febrúar 2018. Þeir fundust vel í Grímsey. 

Jarnskálft var norður af Grímsey í dag. Horft yfir höfnina …
Jarnskálft var norður af Grímsey í dag. Horft yfir höfnina í Grímsey. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert