Árborg tekur á móti sýrlensku flóttafólki

Samningurinn felur í sér móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm …
Samningurinn felur í sér móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn á tímabilinu 2019-2021. mbl.is/Sigurður Bogi

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, gerði nýverið samning við Gísla H. Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi.

Samningurinn felur í sér móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn á tímabilinu 2019-2021. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum, ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Fólkið er hingað komið fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld og hefur myndast mikil þekking og reynsla hjá sveitarfélaginu við móttöku flóttafólks, að því er fram kemur á vefsíðu félagsmálaráðuneytisins.

Íslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum aukið verulega við móttöku flóttafólks í samstarfi við Flóttamannastofnun SÞ, sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Í ár verður í heildina tekið á móti 75 manns, annars vegar flóttafólki frá Líbanon sem kemur frá Sýrlandi og hins vegar frá Kenía sem kemur víðs vegar frá Afríku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert