Bíræfnir hjólaþjófar enn á ferð

Lögregla segir þjófana ekki láta það stöðva sig að hjólin …
Lögregla segir þjófana ekki láta það stöðva sig að hjólin séu kirfilega læst og vel gengið frá þeim. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Enn er nokkuð um reiðhjólaþjófnaði á höfuðborgarsvæðinu að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Bendir lögregla á Facebook-síðu sinni á að þjófarnir séu mjög bíræfnir og það virðist ekki skipta þá miklu máli þótt hjólin séu kirfilega læst og vel gengið frá þeim.

„Klippt er á lása og jafnvel farið inn í hjólageymslur til að stela þeim,“ segir í færslunni. „Ætla má að þjófarnir reyni að selja hjólin og því mikilvægt að fólk tilkynni til lögreglu ef það grunar að reiðhjól, sem það hyggst kaupa, sé illa fengið.“

Þá bendir lögreglan á að upplýsingar um þau reiðhjól sem skilað hefur verið inn sé hægt að nálgast á Pinterest-síðu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert