Skipunum verði sökkt til varðveislu

Varðbáturinn María Júlía bíður örlaga sinna í höfn vestra. Viðgerð …
Varðbáturinn María Júlía bíður örlaga sinna í höfn vestra. Viðgerð er dýr og svo kann að fara að skipinu verði sökkt í varðveisluskyni. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á dögunum tillögu Sigurðar J. Hreinssonar, bæjarfulltrúa Í-listans, um að kanna möguleika á að útbúa skipakirkjugarð í einhverjum innfjarða Ísafjarðardjúps.

Þær slóðir tilheyra Súðavíkurhreppi og hefur sveitarstjórnin nú samþykkt að kanna málið betur.

Saga þessi er í stuttu máli sú að í höfnum má víða finna skip sem eru að grotna niður og endurgerð þeirra er ólíkleg sakir kostnaðar. Sagt er því vænlegra að sökkva nokkrum skipunum saman á sjávarbotni og búa þannig til áhugaverðan leikvöll fyrir sportkafara.

Í samtali í Morgunblaðinu um þetta mál þetta í dag segir Sigurður Hreinsson að með góðu skipulagi og umhverfisvöktun geti skipakirkjugarður verið góður kostur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »