Hlaupa 340 kílómetra á hálendinu fyrir hitakassa

Við upphaf göngunnar 2017. Þá gengu slökkviliðsmennirnir 30 km í …
Við upphaf göngunnar 2017. Þá gengu slökkviliðsmennirnir 30 km í fullum skrúða. Nú verða kílómetrarnir 340. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sex slökkviliðsmenn af Norður- og Suðurlandi ætla að sleppa útihátíðum um verslunarmannahelgina þetta árið og skella sér heldur í 340 kílómetra hálendishlaup til þess að safna fyrir barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri.

Sexmenningarnir munu hlaupa einskonar boðhlaup yfir hálendið, 5 til 20 kílómetra í einu. Hlaupið hefst á Akureyri og lýkur því á Selfossi.

Þrautaganga slökkviliðsmannanna ber heitið Gengið af göflunum en slökkviliðsmenn frá Akureyri stóðu fyrir svipuðu verkefni árið 2017 þegar þeir gengu m.a. Eyjafjarðarhringinn, sem er 30 kílómetrar, í fullum slökkviliðsskrúða.

„Þessi leið sem við förum núna er talsvert meiri áskorun. Við ætlum ekki að vera í reykköfunarbúningum í þetta skipti enda er leiðin mjög löng,“ segir Hörður Halldórsson, skipuleggjandi og einn af slökkviliðsmönnunum sem ætla að taka þátt í hlaupinu, í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Hörð í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert