Falin perla varð þekkt og fjölsótt

Horft inn Fossárdal. Fossaröð í neðsta hluta árinnar fyrir miðju ...
Horft inn Fossárdal. Fossaröð í neðsta hluta árinnar fyrir miðju og heimreið að bæjum í dalnum til hægri. Ljósmynd/Jón M. Eyþórsson

Skipulagsfulltrúi Djúpavogshrepps hefur auglýst til kynningar breytingu á aðalskipulagi hreppsins. Gerð er tillaga um breytta landnotkun í Fossárvík í Berufirði sem verður afþreyingar- og ferðamannasvæði í stað landbúnaðarsvæðis.

Jafnframt hefur verið auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir allt að 90 fermetra þjónustuhúsi, uppbyggingu stígakerfis og útsýnispalla, og tveimur bílastæðum fyrir allt að 42 bíla og þrjár rútur.

Landeigandinn hefur fengið styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að hefja verkefnið, tæpar 14 milljónir króna.

Fram kemur í greinargerð til kynningar á deiliskipulaginu, sem unnin er af teiknistofunni AKS, að undanfarin ár hafi svæðið í Fossárvík, við Nykurhylsfoss og Nykurhyl, þróast frá því að vera falin náttúruperla yfir í fjölfarinn ferðamannastað.

Hundruð gesta dag hvern

Óformlegar vettvangsathuganir sumarið 2016 leiddu í ljós að á bilinu 4-500 gestir heimsóttu svæðið þá daga þegar mest var. Yfir háannatímann er því töluverður fjöldi gesta á svæðinu og gætir áhrifa þess á umhverfið sem og aðgengi inn Fossárdal. Aðeins þrjú malarbílastæði eru uppi á Sveinsstekk, þaðan sem fólk gengur til að skoða Nykurhylsfoss. Ökutækjum er því gjarnan lagt í vegköntum, jafnt smábílum og rútum, og stoppa jafnvel umferð eftir veginum.

Áhrifa þessarar auknu umferðar er farið að gæta á lággróður og mosa auk þess sem umgengni um svæðið er á tímum mjög slæm. Innviðir ferðaþjónustu á svæðinu eru mjög takmarkaðir. Snarbrattir gljúfurveggir Fossár geta reynst mjög hættulegir ef farið er ógætilega í nágrenni þeirra. Eyjólfsstaðavegur, sem liggur inn í Fossárdal, er gjarnan illfær vegna bílaumferðar við Nykurhylsfoss. Stæði er fyrir þrjá bíla en einnig hafa myndast lítil útskot meðfram veginum og bæði fólksbílar og rútur leggja á veginum ef svo ber undir. Hentislóðar hafa myndast víða í gróðri þar sem ferðamenn vilja nálgast ána og virða fyrir sér fossa og flúðir. Til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp hafa landeigendur á Eyjólfsstöðum og Eiríksstöðum haft frumkvæði að gerð deiliskipulags sem ætlað er að tryggja öryggi gesta og að skapa þeim, og heimamönnum, umgjörð til ánægjulegrar upplifunar af íslenskri náttúru.

Fossárdalur er um 20 km langur dalur sem gengur inn úr Fossárvík í Berufirði. Upp af víkinni eru há klettabelti sem nefnast Fossárdalsklif og hylja dalinn fyrir augum þeirra sem leið eiga um hringveginn. Það er ekki fyrr en upp fyrir Klifin er komið sem grösugur dalurinn blasir við. Dalurinn er umkringdur háum og miklum klettabeltum Fossárfells annarsvegar og Suðurfjalla hins vegar.

Horft til austurs niður gljúfur Fossár.
Horft til austurs niður gljúfur Fossár. Morgunblaðið/Andrés Skúlason

Grösugur og kjarri vaxinn

Dalurinn er grösugur og kjarri vaxinn að hluta auk þess sem blómleg skógrækt prýðir landslag norðan megin Fossár, utan við Eyjólfsstaði. Eftir dalnum rennur Fossá en hún á upptök sín í Líkárvatni og fellur fram dalinn um gljúfur og ása og myndar hátt í 30 fossa á leið sinni til Fossárvíkur. Fossarnir draga margir hverjir nafn sitt af landslaginu sem áin rennur um svo sem Vindássfoss, Vondássfoss, Sundássfoss og Fálkaássfoss. Nykurhylsfoss er neðsti fossinn í langri fossaröðinni og steypist fram af 16 metra háu hamrabelti þaðan sem áin kastast um flúðir og hylji þar til á henni hægist í Nykurhyl sem er 9 m djúpur þar sem mest er. Úr Nykurhyl rennur áin áfram til sjávar, undir hringveginn, út í Berufjörð.

Umhverfi árinnar einkennist af gljúfrum og klettahömrum sem sumir hverjir hafa slípast til af ágangi árinnar í gegnum aldirnar. Landið er rýrt og landslagið stallað með klöppum næst brúnum en gróðri á milli klappanna. Lúpína og birki ásamt fjölbreyttum tegundum blómplantna einkenna grösug svæði meðfram ánni. Trjágróðri hefur verið plantað á nokkrum svæðum meðfram ánni að norðanverðu og eru þar öflug skjólbelti með fjölbreyttum tegundum s.s. lerki, greni, furu og ösp.

Hægt er að kynna sér tillögurnar á heimasíðu Djúpavogshrepps: www.djupivogur.is. Frestur til að gera athugasemdir er til 23. ágúst.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...
TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...