Víxlnefur hefur sést víða á landinu á síðustu vikum

Nýr landnemi? Víxlnefur, karlfugl, á Vatnsnesi 31. júlí í sumar. …
Nýr landnemi? Víxlnefur, karlfugl, á Vatnsnesi 31. júlí í sumar. Víxlnefir hafa sést víða á síðustu vikum. mbl.is/Sigurður Ægisson

Víxlnefur, norræn finkutegund, sem í fyrsta sinn varð vart á Íslandi 6. ágúst 2009, að því er næst verður komist, hefur verið að skjóta upp kollinum víða um land síðustu daga júlí og það sem af er ágústmánuði þetta árið.

Fuglar hafa sést á Stöðvarfirði, Höfn í Hornafirði, Reynivöllum í Suðursveit, Kirkjubæjarklaustri, í Skaftártungu, á Ströndum, Vatnsnesi og Húsavík og þykir ljóst að þá hljóti að vera mun víðar að finna. Binda sumir fuglaáhugamenn vonir við að þetta geti jafnvel orðið upphaf að varpstofni, enda eru víxlnefir harðgerir fuglar sem eiga náttúruleg heimkynni í barrskógabeltinu umhverfis norðurhvel jarðar. Þeir næstu okkur eru í norðaustanverðri Skandinavíu.

Aðrir telja hæpið að þessi tegund muni setjist hér að, því í raun sé þetta einstakur viðburður núna, langstærsta ganga í manna minnum, jafnt hér sem í Færeyjum og Skotlandi.

Það sem auðveldað hefur nýjum smáfuglategundum landnám á Íslandi er m.a. hýnandi veðurfar og aukin skógrækt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »