Landslið í vélmennaforritun til Dúbaí

Hannes Árni Hannesson, Uggi Gunnar Bjarnason, Selma Árnadóttir ráðgjafi ráðherra, …
Hannes Árni Hannesson, Uggi Gunnar Bjarnason, Selma Árnadóttir ráðgjafi ráðherra, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Kormákur Atli Unnþórsson þjálfari, Ásþór Björnsson og Eyþór Máni Steinarsson þjálfari liðsins. Ljósmynd/Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Félagar íslenska landsliðsins í vélmennaforritun heimsóttu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í dag. Kynnti liðið undirbúning sinn fyrir ólympíukeppni í vélmennaforritun sem haldin verður í Dúbaí í októbermánuði. 

Árlega er einu liði frá hverju landið boðið að taka þátt í þessari alþjóðlegu keppni. Ísland mun nú taka þátt í þriðja sinn. Á síðasta ári náði íslenska liðið öðru sæti af rúmlega 190 liðum.

Markmiðið með keppninni er að vekja athygli og veikja ástríðu ungs fólks fyrir námi, leik og starfi í vísinda- og tæknigeiranum eftir því sem fram kemur í tilkynningu. 

„Það var frábært að kynnast þessum ungu eldhugum og fá fræðslu um keppnina. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þátttakendur til þess að kynnast og vinna með öðrum framúrskarandi einstaklingum á framhaldsskólaaldri víða að úr heiminum. Og svo er þetta líka mjög spennandi og flottur vettvangur til þess að kynna möguleika verk- og tæknináms. Ég hlakka til að fylgjast með íslenska liðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

mbl.is