Vilja stækka kjúklingabú til muna

Kjúklingar á búi Matfugls.
Kjúklingar á búi Matfugls. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru.

Í þessu felst fjölgun eldisrýma búsins í allt að 192 þúsund rými, en fyrir eru þau 80 þúsund. Gert er ráð fyrir 28 þúsund eldisrýmum í hverju húsi sem skiptist í tvær eldisdeildir. Kjúklingum frá kjúklingabúinu er slátrað í sláturhúsi Matfugls í Mosfellsbæ. Eitt eldisrými í búinu jafngildir því að einn kjúklingur sé ræktaður þar, en eldistíminn mun vera um 35 dagar. Framleiðsluhringurinn er um 42-49 dagar að meðtalinni tæmingu húsanna, hreinsun og sótthreinsun.

Skipulagsstofnun gaf út álit um mat á umhverfisáhrifum 14. ágúst síðastliðinn, en þar kemur fram sú afstaða stofnunarinnar að neikvæðustu áhrif stækkaðs kjúklingabús verði vegna ólyktar. Fyrirhuguð framleiðsluaukning sé meira en tvöföldun og því sé óhjákvæmilegt að eldishúsin verði miklum mun meiri lyktaruppspretta en verið hafi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »