Þúsundir sterataflna fundust í Norrænu

Steratöflunum hafði verið vandlega komið fyrir í bifreið um borð …
Steratöflunum hafði verið vandlega komið fyrir í bifreið um borð í Norrænu. mbl.is/Þorgeir

Þúsundir sterataflna, sem vandlega hafði verið komið fyrir í bifreið, fundust við komu Norrænu til Seyðisfjarðar fyrir skemmstu og var það í fjórða skipti á árinu sem slíkt magn stera var haldlagt á Seyðisfirði. Tveir voru handteknir.

Talið er að götuverð taflnanna hlaupi á milljónum, en Ársæll Ársælsson yfirtollvörður sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að meira magn fyndist nú í hverju máli samanborið við undanfarin ár.

„Það sem af er þessu ári er miklu meira magn sem við höfum verið að haldleggja. Ástæður eru ýmsar fyrir því. Það eru kannski áherslubreytingar hjá okkur, við höfum verið að reyna að setja meiri kraft í eftirlitið,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert