Andlát: Einar Vigfússon

Einar Vigfússon.
Einar Vigfússon.

Einar Vigfússon, bóndi og útskurðarmeistari í Árborg í Manitoba í Kanada, andaðist 7. september síðastliðinn, 86 ára að aldri, eftir langa og stranga glímu við krabbamein.

Einar fæddist 10. mars 1933. Hann átti rætur að rekja til Hornafjarðar í föðurætt og til Skagafjarðar í móðurætt. Móðurafi hans og -amma fluttu með föður hans ungan til Vesturheims um 1900.

Útskurður Einars vakti víða athygli. Hann hélt sýningar bæði heima og erlendis, meðal annars nokkrar á Íslandi, og vann til fjölda verðlauna fyrir handbragðið. Hann var með nokkur námskeið í útskurði fugla á Íslandi frá 2006.

Þau hjón Einar og Rósalind voru burðarásar í samfélagi Vestur-Íslendinga í Manitoba og láta mun nærri að flestir hópar Íslendinga sem hafa heimsótt Manitoba frá aldamótum nokkur þúsund manns, hafi sótt hjónin Einar og Rosalind heim, þar sem hann hefur sýnt gestum gripi sína og frætt þá um listina. Öllum var boðið upp á kaffi og með því, sem er makalaust með þennan mikla fjölda gesta. Tóku þau hjónin síðast á móti hópi fólks í ágúst sem leið.

Einar lætur eftir sig eiginkonuna Rósalind, tvo syni og fjögur barnabörn. Gert er ráð fyrir að útför hans verði í lok mánaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »