Síðast sást hér til fuglsins 1956

Ormskríkja.
Ormskríkja. Ljósmynd/Mikael Sigurðsson

Ormskríkja (Vermivora peregrina), lítill amerískur spörfugl, hefur undanfarna daga haldið til á Suðvesturlandi, nánar tiltekið við Reykjanesvita, eftir að einhver kröftug lægðin greip hana nýverið og feykti upp til Íslands.

Fuglar þessarar tegundar eru 10-13 cm að stærð og 6,2-18,4 g að þyngd. Skríkjunnar varð fyrst vart á sunnudag, 8. september, þegar náðist af henni símamyndbandsupptaka.

Einungis einu sinni áður hefur ormskríkja fundist hér á landi, það var 14. október 1956 á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Það var jafnframt fyrsta ormskríkja Evrópu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert