Álagsatvikum fer nú fjölgandi

Lítið má út af bera til að sjúkrarými bráðamóttökunnar fyllist. …
Lítið má út af bera til að sjúkrarými bráðamóttökunnar fyllist. Mörg rúm á spítalanum eru lokuð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvikum hefur farið fjölgandi á bráðamóttöku Landspítalans þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis við meðhöndlun sjúklinga. Mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni að undanförnu, sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið hægt að vísa sjúklingum sem fengið hafa þjónustu á aðrar deildir spítalans.

Um þverbak keyrði síðastliðinn föstudag þegar leggja þurfti inn 40 sjúklinga þótt aðeins séu 34 skilgreind legupláss á deildinni. „Meginálagið liggur ekki í þeim fjölda sem kemur á bráðamóttökuna heldur í því að búið er að loka það mörgum rúmum á spítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum að sjúklingar komast ekki í viðeigandi úrræði eftir að hafa fengið þjónustu á bráðamóttökunni. Þetta er að versna vegna þess að ekki hafa öll rúm verið opnuð eftir sumarlokanir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku.

Embætti landlæknis er að taka út stöðuna á deildinni. Jón Magnús segir það mat stjórnenda á bráðamóttöku að erfitt sé að tryggja fullkomlega öryggi allra sjúklinga þegar margir sjúklingar eru inniliggjandi. „Okkar áhyggjur snúa að því að ástandið fer stöðugt versnandi og það þýðir að á einhverjum tímapunkti verði bráðamóttakan óstarfhæf, nema til komi einhverjar breytingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »