Aurskriða féll yfir veg

Lokunin er merkt með gulu X, neðarlega á myndinni.
Lokunin er merkt með gulu X, neðarlega á myndinni. Ljósmynd/Vegagerðin

Vegur (690) í Gilsfirði er lokaður við ytri Ólafsdalshlíð vegna aurskriðu sem féll yfir veginn, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Það hefur rignt eins og hellt hafi verið úr fötu á Vestfjörðum undanfarna daga og hefur Veðurstofan varað við skriðuföllum og vatnavöxtum af þeim sökum.

Vatns­dals­veg­ur í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu var lokaður um tíma í gær­morg­un eft­ir að skriða féll á veg­inn í kjöl­far vatna­vaxta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert