Stakk af úr Bláa lóninu án þess að borga

Það borgar sig að borga reikninginn, líka í Bláa lóninu.
Það borgar sig að borga reikninginn, líka í Bláa lóninu. mbl.is/Árni Sæberg

Viðskiptavinur Bláa lónsins stakk af frá ógreiddum reikningi í vikunni. Lögreglu var gert viðvart og tókst lögreglumönnum á Suðurnesjum að hafa uppi á manninum og var honum snúið til baka í Bláa lónið. 

Eftir viðræður við manninn samþykkti hann að greiða reikninginn og var eftir það laus allra mála að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. 

Þá hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af nokkrum ökumönnum í vikunni. Ökumaður sem var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist að auki vera án ökuréttinda. Annar ökumaður sem stöðvaður var hafði verið sviptur ökuréttindum og var það í fjórða sinn sem lögregla hafði afskipti af honum af þeim sökum.

Fáeinir ökumenn til viðbótar voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert