„Í stuttu máli er þetta óþolandi“

Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi.
Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi. mbl.is/Hari

Þorsteinn Sæmundsson og Birgir Þórarinsson, þingmenn Miðflokksins, sögðu að ljóst væri að eitthvað mikið þyrfti að ganga á til að umboðsmaður Alþingis hefði orð á þeirri tregðu framkvæmdavaldsins að svara fyrirspurn þingmanna.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.

Svo vill til að sá sem hér stendur fékk að lokum, eftir líklega níu mánaða meðgöngu, svar frá fjármálaráðuneyti í gær um heildarkostnað Landsvirkjunar vegna undirbúnings undir lagningu sæstrengs,“ sagði Þorsteinn.

Hann bætti því við að í stuttu máli sagt kæmi fram í svarinu að fyrirtækið væri undanþegið ákvæðum upplýsingalaga. Auk þess er talað um að fyrirspurnin varði viðskiptahagsmuni og viðskiptaleyndarmál Landsvirkjunar. Þorsteinn spyr fyrir hverjum þetta leyndarmál sé; landsmönnum eða ímynduðum keppinautum.

Í stuttu máli er þetta óþolandi,“ sagði Þorsteinn.

Birgir Þórarinsson, í miðjunni, á Alþingi.
Birgir Þórarinsson, í miðjunni, á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kvaðst deila áhyggjum þingmannanna og sagði að það væru brögð að því að lengi dragist að svara fyrirspurnum. Málið verði athugað.

mbl.is

Bloggað um fréttina