12 þúsund skattgreiðendur ofnýta persónuafsláttinn

Á síðustu tveimur árum hafa um 12 þúsund skattgreiðendur, á hvoru ári, ofnýtt persónuafslátt sinn, að meðaltali um 156 þúsund krónur á ári.

Þeir voru því í skuld við innheimtumann ríkissjóðs við álagningu gjalda á árinu eftir, með tilheyrandi óþægindum og kostnaði.

Kemur þetta fram í umsögn ríkisskattstjóra um frumvarp um breytingar á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu gjalda þar sem meðal annars er gert ráð fyrir fjölgun skattþrepa úr tveimur í þrjú.

Rifjað er upp að töluverð reynsla sé fyrir því að skattþrep einstaklinga séu fleiri en eitt, svo sem var lengst af. Þó verði að hafa í huga að töluverð hætta sé að því að persónuafsláttur sé ranglega nýttur þegar skattþrepin eru fleiri, ekki síst hjá þeim sem starfa hjá fleiri en einum launagreiðanda eða eru að breyta um vinnustaði innan staðgreiðsluársins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert