Hringbraut og Fréttablaðið í eina sæng

Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur.
Fréttablaðið er til húsa við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Magnússon og fleiri aðilar hafa keypt helmingseignarhlut 365 miðla í Torgi ehf. Ingibjörg Pálmadóttir fjárfestir hefur þar með selt allan hlut sinn í Fréttablaðinu.

Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins.

Helgi Magnússon. Ljósmynd/Aðsend

Þar segir enn fremur að fyrirhugað er að sameina rekstur Torgs og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar, þegar Samkeppniseftirlitið og fjölmiðlanefnd hafa fjallað um samrunann, sem er háður samþykki þessara stofnana.

Helgi keypti fyrr á árinu helmingshlut í Torgi.

Ólöf Skaftadóttir ritstjóri Fréttablaðsins hefur látið af störfum, en í frétt á vef Fréttablaðsins kemur fram að hún sagði starfi sínu lausu í lok ágúst. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri og ábyrgðarmaður Fréttablaðsins við hlið Davíðs Stefánssonar og hefur Jón störf í dag.

mbl.is