Álagsgreiðslur verða aflagðar

Hjartaaðgerð á Landspítalanum.
Hjartaaðgerð á Landspítalanum. mbl.is/RAX

Fleiri tugir rúma eru lokaðir á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum, að sögn Páls Matthíassonar forstjóra. „Spítalinn þurfti að bregðast við neyðarástandi í mönnun og réðst í tilraunaverkefni þar sem skýr gögn sýndu að það vantaði fólk svo sjúklingum gæti stafað hætta af,“ sagði Páll.

Hann sagði að þetta hefði snúið að hjúkrun í vaktavinnu. Um var að ræða klasa verkefna og eitt þeirra var Hekluverkefnið. Í því fólust álagsgreiðslur til hjúkrunarfræðinga. Til stendur að leggja það af.

Unnið er að því að innleiða jafnlaunavottun á Landspítala lögum samkvæmt. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Páll að heildarkostnaður við jafnlaunavottunina fram að þessu væri orðinn um 30 milljónir króna, en ekki 320 milljónir eins og haldið hefur verið fram.

Pétur Magnússon, formaður Samtaka í velferðarþjónustu og nefndarmaður í ráðgjafarnefnd Landspítala, sagði að í ljósi fjárhagsstöðu spítalans væri ekki óeðlilegt að stjórnendur færu vel yfir það hvað væri kjarnastarfsemi og hvað hliðarverkefni sem spítalinn ætti e.t.v. ekki að sinna heldur fá aðra til að gera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »