Kalla út aukamannskap vegna hálkuslysa

„Þetta er fyrsti hálkudagurinn á þessum vetri. Það eru beinbrot …
„Þetta er fyrsti hálkudagurinn á þessum vetri. Það eru beinbrot og mar og hrufl og sár.“ mbl.is/Kristinn Magnússon

Á þriðja tug einstaklinga hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans það sem af er morgni vegna hálkuslysa. Um þriðjungur þeirra er vegna umferðarslysa en aðrir hafa dottið á göngu.

„Þetta er fyrsti hálkudagurinn á þessum vetri. Það eru beinbrot og mar og hrufl og sár,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við mbl.is.

Að öðru leyti segir hann álagið hefðbundið á bráðamóttökunni. „Staðan er svipuð og hún hefur verið að undanförnu, það er töluvert af innlögðum sjúklingum sem komast ekki upp á legudeildir. Að öðru leyti er bara hefðbundið álag, engin inflúensa eða neitt þess háttar, en við erum að kalla út aukastarfsfólk til þess að reyna að koma í veg fyrir að bið vegna hálkuslysanna verði of löng.“

Þá vill Jón Magnús benda á góða þjónustu heilsugæslustöðva og læknavakta vegna minniháttar áverka og veikinda og hvetur fólk til að nýta sér hana til að komast hjá langri bið.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.
Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert