Vann 11,9 milljónir í Víkingalottó

Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út þessa vikuna í Vík­ingalottóút­drætti kvölds­ins. Einn heppinn spilari sem keypti miðann sinn í N1 við Stóragerði í Reykjavík var einn með alíslenska þriðja vinninginn og fær 11,9 milljónir króna í sinn hlut.

Sjö voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir vinning upp á 100 þúsund hver, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Kvikk, Skagabraut á Akranesi, tveir miðar í Olís við Gullinbrú í Reykjavík, einn í Lottó appinu, einn á lotto.is og tveir miðanna eru í áskrift.

mbl.is