Flokkur fólksins eyddi bara helmingnum

Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flokkur fólksins eyddi einungis um helmingi þess framlags sem hann fékk frá ríkinu í fyrra í rekstur sinn. Einstaklingar lögðu flokknum til 630 þúsund krónur í fyrra og auglýsingatekjur flokksins voru tæpar 50 þúsund krónur. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi Flokks fólksins fyrir síðasta ár sem aðgengilegur er á vefsíðu Ríkisendurskoðunar.

Þar segir að flokkurinn hafi fengið samtals 51.058.305 krónur úr ríkissjóði í fyrra, þar af voru 5.816.352 krónur frá Alþingi í fyrra. Þá fékk flokkurinn 601.732 króna framlag frá Reykjavíkurborg, sem er eina sveitarfélagið þar sem flokkurinn á sveitarstjórnarfulltrúa.

Í ársreikningnum kemur fram kostnaður við rekstur flokksins í fyrra, hann nam 25.721.582 krónum eða tæpum helmingi þeirra ríkisframlaga sem flokkurinn fékk. Hann hagnaðist því um tæpar 27 milljónir á síðasta ári, samkvæmt ársreikningnum. Skuldir og eigið fé flokksins eru samtals 22.050.150 kr, þar af eru skuldir 920.215 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert