Borgin styður uppljóstrara

mbl.is/Eggert

Reykjavíkurborg hefur á síðustu árum boðið upp á svonefndan hnapp til að gera einstaklingum kleift að koma á framfæri upplýsingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina styðja rétt uppljóstrara.

Tilefnið er umfjöllun um Samherjamálið og réttarstöðu uppljóstrara í málinu.

Spurður hvort borgin hyggist setja reglur til að vernda uppljóstrara, líkt og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur mælt fyrir, segir Dagur það hlutverk löggjafans á Alþingi að setja lögin.

„Það þarf að gera í lögum en við höfum gert það sem í valdi sveitarfélagsins er til að búa þannig um hnúta,“ segir Dagur.

Hófst fyrir mörgum árum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert

 

Borgin hafi þannig mótað sér stefnu varðandi rétt uppljóstrara.

„Við höfum bæði sett stefnu varðandi misferli og erum með sérstakan hnapp fyrir fólk á heimasíðunni sem fer beint til innri endurskoðunar. Þar er hægt að skila inn ábendingum. Þannig að það eru mörg ár síðan við fórum að huga að þessum málum,“ segir Dagur.

mbl.is