Bílslys á Suðurlandsvegi

Bílslys varð nálægt gatnamótum Heiðmerkurvegar og Suðurlandsvegar fyrir skömmu.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er nýkomið á staðinn. 

Varðstjóri gat litlar upplýsingar gefið um slysið en sagði að tveir til fjórir bílar hefðu rekist saman.

Uppfært kl. 9.23:

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Suðurlandsvegur er lokaður frá hringtorgi Olís í Norðlingaholti að Hafravatnsvegi vegna umferðaslyss við Heiðmerkurveg. Vegfarendum er bent á hjáleiðir. 

Uppfært kl. 9.41:

Alls rákust fjórir bílar saman í slysinu. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þurfti að beita klippum til að ná tveimur út úr bílunum og er verið að flytja þá á slysadeild. Einhverjir til viðbótar eru minna slasaðir og verða þeir einnig fluttir á slysadeild. Ekki liggur fyrir hversu margir voru í bílunum fjórum.

Slysið varð á gatnamótum Heiðmerkurvegar og Suðurlandsvegar og barst tilkynning um það klukkan 9.02. Varðstjóri taldi að um fjóra fólksbíla hafi verið að ræða en gat ekki staðfest það.

Veginum verður lokað áfram á meðan rannsókn stendur yfir.

Uppfært kl. 11.55:

Búið er að opna veginn á ný. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert