Bankar skoða Samherja

Viðskipti Samherja við innlenda banka verða skoðuð í að minnsta …
Viðskipti Samherja við innlenda banka verða skoðuð í að minnsta kosti einum af stærstu bönkum landsins. Annar mun ræða málið í dag.

Í kjölfar þess að sagt hefur verið frá hugsanlegum brotum í rekstri Samherja í Namibíu og tengdum fjármálagerningum hefur stjórn Arion banka ákveðið að fara fram á að viðskipti bankans og fyrirtækisins verði skoðuð ítarlega, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, stjórnarformanns bankans.

Er ákvörðun stjórnar Arion banka í takt við ákvörðun stjórnar DNB-bankans í Noregi síðastliðinn föstudag vegna aðkomu norska bankans að millifærslum félagsins Cape Cod FS, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ræða málið í dag

Stjórn Íslandsbanka mun líklega ræða mál útgerðarfyrirtækisins í dag. Landsbankinn segist ekki tjá sig um einstaka viðskiptavini.

Ekki er vitað hversu mikið af viðskiptum innlendra fjármálafyrirtækja og fyrirtækisins nær til erlendrar starfsemi Samherja eða starfsemi þess í Namibíu.

Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við stöðu forstjóra Samherja í kjölfar þess að Þorsteinn Már Baldvinsson vék til hliðar, segir fyrirtækið reiðubúið til þess að veita allar þær upplýsingar sem kostur er á til þess að upplýsa mál fyrirtækisins. „Við höfum ekkert að fela,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »