Gekk burt af slysstað með opna bjórdós

Lögreglumaður að störfum. Mynd úr safni.
Lögreglumaður að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang umferðaróhapps í Kópavoginum á sjötta tímanum í gær. 

Að því er fram kemur í dagbók lögreglu gekk sá ökumannanna sem valdur var að slysinu á brott af slysstað með opna bjórdós í hendi. Hann var þó handtekinn nokkru síðar og er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og áfengis og um að vera með fíkniefni í fórum sér.  

Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins. 

Báðir bílarnir voru fluttir af vettvangi með dráttarbíl og voru meiðsli þess ökumanns sem ekið var á og tveggja farþega skráð eymsli eftir öryggisbelti og hnykkur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert