„Fór bara í öfuga átt“

Jens Stoltenberg (til vinstri) styður við Katrínu. Lengst til hægri …
Jens Stoltenberg (til vinstri) styður við Katrínu. Lengst til hægri er Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Ljósmynd sem tekin var af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í dag hefur vakið töluverða athygli. Þar virðist hún vera að falla um koll innan um þá Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

Katrín hafði ekki séð þessa skondnu mynd þegar mbl.is ræddi við hana í dag en margir höfðu þó minnst á myndina við hana.

„Ég hlustaði ekki á leiðbeiningarnar þannig að ég vissi ekki að ég ætti að vera á mynd þannig að ég ætlaði að labba út og var kippt til baka inn á myndina. Það er kannski það móment sem náðist þarna,“ segir hún hress. „Ég bara fór í öfuga átt.“

Þjóðarleiðtogarnir heilsuðu Stoltenberg og Johnson hver á fætur öðrum og Katrín var ekki sú eina sem fipaðist eftir handabandið. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem gekk síðastur á svið, var einnig áttavilltur eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan:

AFP
AFP
AFP
mbl.is