Sex á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur

Flutningabíll og fólksbíll skullu saman á Vesturlandsvegi skammt frá Kjalarnesi …
Flutningabíll og fólksbíll skullu saman á Vesturlandsvegi skammt frá Kjalarnesi á ellefta tímanum í kvöld. mbl.is/Pétur Davíðsson

Flutningabíll og tveir fólksbílar skullu saman á Vesturlandsvegi skammt frá Kjalarnesi á ellefta tímanum í kvöld. Lögregla og slökkvilið eru á vettvangi og hefur Vesturlandsvegi milli Melavalla og Bakka verið lokað. 

Flutningabíllinn hafnaði utan vegar og verið er að flytja sex manns á slysadeild til aðhlynningar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er útlit fyrir að áverkar fólksins séu minni háttar. 

Hálka er á veginum en fremur stillt, um klukkan ellefu mældist vindur 7 metrar á sekúndu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir og éljagangur á Kjalarnesi. 

Uppfært klukkan 00:07: 

Vesturlandsvegur hefur verið opnaður að nýju fyrir umferð.


 

Hálkublettir og éljagangur er á Kjalarnesi.
Hálkublettir og éljagangur er á Kjalarnesi. mbl.is/Pétur Davíðsson
Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang eftir að þrír …
Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang eftir að þrír bílar skullu saman á Kjalarnesi í kvöld. mbl.is/Pétur Davíðsson
mbl.is