Maðurinn sem féll fram af svölum látinn

mbl.is/Alexander Gunnar

Karlmaður sem féll fram af svölum í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal í Reykjavík er látinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Tilkynning barst lögreglunni á þriðja tímanum í dag um aðstoð þar sem karlmaður hefði fallið fram af svölum. Var hann fluttur á Landspítalann og úrskurðaður látinn við komuna þangað.

Fimm hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins sem er á frumstigi.

Hinn látni var erlendur ríkisborgari og sama á við um þá fimm sem eru í haldi lögreglunnar að því er segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina