Eiga ekki rétt á afsláttarmiðum

Meirihluti Félagsdóms féllst ekki á kröfur um að frímiða- og …
Meirihluti Félagsdóms féllst ekki á kröfur um að frímiða- og afsláttarkjör flugmanna hjá Icelandair giltu um kjör flugmanna Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsdómur sýknaði sl. föstudag íslenska ríkið vegna Landhelgisgæslu Íslands af kröfum Félags íslenskra atvinnuflugmanna um að viðurkennt yrði að flugmenn Gæslunnar ættu samningsbundinn rétt á afsláttarfarseðlum flugmanna hjá Icelandair.

Dómurinn klofnaði og skiluðu þrír dómarar sératkvæði. Tveir af fimm dómurum komust að annarri niðurstöðu en meirihlutinn og töldu að afsláttarfarseðlarnir væru hluti af umsömdum kjörum flugmanna Landhelgisgæslunnar.

Eftir að lögin um Landhelgisgæsluna voru sett árið 1967 var samið um að kaup og kjör flugmanna Gæslunnar færu eftir flugmannasamningum FÍA við Flugleiðir og síðar Icelandair. Frá árinu 1987 hafa hins vegar verið gerðir sérkjarasamningar flugmanna Gæslunnar við ríkið um ýmis mál þeirra, vaktafyrirkomulag o.fl., en önnur atriði sem snertu kjör þeirra tóku áfram mið af gildandi kjarasamningum flugmanna hjá Icelandair á hverjum tíma.

FÍA krafðist þess fyrir Félagsdómi að staðfest yrði að flugmenn Gæslunnar ættu rétt á afsláttarfarseðlum flugmanna hjá Icelandair og að þegar þeir hætti störfum vegna aldurs haldi þeir frímiðaréttindum sínum áfram óskertum. Ríkið hafnaði með öllu þessum kröfum í málinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert